Slóveninn skæði óstöðvandi í sigri

Luka Doncic fór á kostum í nótt.
Luka Doncic fór á kostum í nótt. AFP/Ron Jenkins

Slóveninn Luka Doncic átti magnaðan leik fyrir Dallas Mavericks þegar liðið hafði betur gegn Phoenix Suns, 123:113, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Doncic var atkvæðamestur í leiknum er hann skoraði 41 stig, tók níu fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal boltanum þrisvar sinnum.

Liðsfélagi Doncic hjá Dallas, Kyrie Irving, lét einnig vel að sér kveða og skoraði 29 stig ásamt því að taka fimm fráköst.

Hjá Phoenix var Devin Booker stigahæstur með 35 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar.

Reynsluboltinn Kevin Durant bætti við 23 stigum og sex fráköstum.

Tröllaþrenna Jókersins

Serbinn Nikola Jokic heldur áfram að spila frábærlega fyrir Denver Nuggets og náði sannkallaðri tröllaþrennu í 130:110-sigri á Washington Wizards.

Jókerinn skoraði 21 stig, tók 19 fráköst og gaf 15 stoðsendingar.

Liðsfélagi hans Michael Porter Jr. bætti við 22 stigum og 11 fráköstum.

Stigahæstur í leiknum var Kyle Kuzma með 31 stig og 12 fráköst fyrir Washington.

Úrslit næturinnar:

Dallas – Phoenix 123:113

Denver – Washington 128:110

Golden State – LA Lakers 128:110

New Orleans – Houston 127:105

Utah – Charlotte 107:115

Sacramento – San Antonio 127:122

Oklahoma – LA Clippers 129:107

Chicago – Boston 112:129

Cleveland – Orlando 109:116

Indiana – Detroit 129:115

Philadelphia – New York 96:110

Toronto – Brooklyn 121:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert