Fimm leikmenn í bann eftir slagsmálin

Jimmy Butler og Marshall fara báðir í eins leikja bann.
Jimmy Butler og Marshall fara báðir í eins leikja bann. SEAN GARDNER

Stjórnendur bandarísku NBA-deildarinnar í körfubolta hafa sett fimm leikmenn í liðum Miami Heat og New Orleans Pelicans í bann. Atvikið má sjá hér.

Miami Heat mættu í heimsókn til New Orleans á föstudag þar sem gestirnir unnu 11 stiga sigur, 106:95, en þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir af leiknum lentu tveir leikmenn, Jimmy Butler og Naji Marshall, í útistöðum, eftir brot Kevin Love á Zion Williams.

Eftir brotið lentu þeim Butler og Marshall saman og byrjuðu að slást en það fór fljótlega úr böndunum þar sem fleiri leikmenn mættu og varð fljótt eins og stór hópslagur.

Jose Alvarado, Thomas Bryant, Jimmy Butler, Naji Marshall og Nikola Jovic taka allir út eins leikja bann en Thomas Bryant og Jose Alvarado fara báðir í þriggja leikja bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert