Landsliðsmaðurinn tilnefndur

Tryggvi Snær Hlinason lék afar vel gegn Tyrklandi og Ungverjalandi.
Tryggvi Snær Hlinason lék afar vel gegn Tyrklandi og Ungverjalandi. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið tilnefndur sem besti leikmaður fyrsta landsleikjaglugga í undankeppni EM 2025.

Tryggvi lék afar vel fyrir Ísland sem vann 70:65-sigur á Ungverjalandi á heimavelli en mátti þola grátlegt 75:76-tap fyrir Tyrklandi á útivelli.

Tryggvi skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og varði þrjú skot að meðaltali í leikjunum tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert