Með tvennu í framlengdum spennuleik

Styrmir Snær Þrastarson lék vel í kvöld.
Styrmir Snær Þrastarson lék vel í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Belfius Mons vann í kvöld 106:92-útisigur á LWD Basket í sameiginlegri efstu deild Hollands og Belgíu í körfubolta.

Styrmir Snær Þrastarson átti flottan leik fyrir Belfius Mons, skoraði 10 stig, tók 14 fráköst og gaf eina stoðsendingu á 42 mínútum.

Leikurinn var sá fyrsti í deildinni síðan hún var sameinuð og fara Styrmir og félagar því vel af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert