Stórleikur í stóru tapi

Luka Doncic í Boston í nótt.
Luka Doncic í Boston í nótt. AFP/Brian Fluharty

Ekki var við Slóvenann Luka Doncic að sakast þegar Dallas Mavericks tapaði illa, 138:110, fyrir Boston Celtics í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Doncic var með tvöfalda þrennu en hann skoraði 37 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. 

Hjá Boston, sem er með langbesta árangur deildarinnar, var Jayson Tatum atkvæðamestur mep 32 stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. 

Önnur úrslit:

Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 121:114
Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 100:110
Toronto Raptors - Golden State Warriors 105:120
New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 129:102
Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 120:124
Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 92:122
Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 97:113
Los Angeles Clippers - Washington Wizards 140:115

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert