Þróttarar draga liðið úr keppni

Þróttur hefur dregið lið sitt úr keppni.
Þróttur hefur dregið lið sitt úr keppni. Ljósmynd/Þróttur Vogum

Þróttur frá Vogum hefur dregið lið sitt úr keppni í átta liða úrslitum í umspili um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Þróttur átti að leika við Sindra í átta liða úrslitum umspilsins, en Þrótturum hefur gengið illa að komast á Hornafjörð og hefur fyrsta leik einvígisins verið frestað í tvígang.

Nú er ljóst að ekkert verður af einvíginu, þar sem Þróttur hefur dregið lið sitt úr keppni.

Sindri er því kominn áfram í undanúrslit. Fjölnir, ÍA, ÍR, Selfoss, Þór Akureyri og Skallagrímur keppast um að komast þangað með Sindramönnum.  

Þróttur var nýliði í 1. deildinni í vetur og hafnaði í sjöunda sæti af tólf liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert