Handtekinn grunaður um nauðgun

James Harden og Ben McLemore eigast við í leik Houston …
James Harden og Ben McLemore eigast við í leik Houston Rockets og Sacramento Kings árið 2015. AFP

Bandaríski körfuboltamaðurinn Ben McLemore var á dögunum handtekinn, grunaður um að hafa nauðgað konu í Portland í Oregonríki í Bandaríkjunum í október árið 2021.

McLemore var handtekinn við komu á flugvöllinn í Portland á þriðjudag og ákærður í fjórum liðum: fyrir nauðgun, ólögmætt samræði og tvö kynferðisbrot.

Hann er um þessar mundir á mála hjá Rio Breogán í spænsku úrvalsdeildinni en lék um árabil í NBA-deildinni í heimalandinu.

Lék McLemore fyrir Portland Trail Blazers, LA Lakers, Houston Rockets, Memphis Grizzlies og Sacramento Kings á árunum 2013 til 2022, en hann er 31 árs skotbakvörður.

Í yfirlýsingu frá McLemore, sem The Athletic birti, neitar McLemore sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert