Æsispenna fyrir lokaumferðina

Patrick Beverley í leik Oklahoma City Thunder gegn Milwaukee Bucks …
Patrick Beverley í leik Oklahoma City Thunder gegn Milwaukee Bucks í nótt. AFP/Joshua Gateley

Þrjú lið eru með jafn mörg stig í vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta í Bandaríkjunum þegar ein umferð er eftir og geta því öll tryggt sér toppsætið fyrir úrslitakeppnina.

 Minnesota Timberwolves, Oklahoma City Thunder og Denver Nuggets hafa unnið 56 leiki og tapað 25 á leiktíðinni hingað til en þetta hefur aldrei gerst áður í deildinni.

 

 

Sjö efstu sætin fara beint í úrslitakeppnina en 8. - 10. sæti fara í umspil til þess að komast þangað. Í 10. sæti í vesturhlutanum eru Steph Curry og félagar í Golden State Warriors.

Curry skoraði 33 stig og tók 12 fráköst en það dugði ekki til þegar liðið tapaði, 114:109 gegn New Orleans Pelicans í gærkvöldi. 

 Úrslit næturinnar:

 Washington Wizards -  Chicago Bulls 127:129

Philadelphia 76ers - Orlando Magic 125:113

New York Knicks - Brooklyn Nets 111:107

The Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 129:120

Boston Celtics - Charlotte Hornets 131:98

San Antonio Spurs -  Denver Nuggets 121:120

Milwaukee Bucks -  Oklahoma City Thunder 125:107

 Minnesota Timberwolves -  Atlanta Hawks 109:106

Memphis Grizzlies - LA Lakers 120:123

Miami Heat -  Toronto Raptors 125:103

 Dallas Mavericks -  Detroit Pistons 89:107

Portland Trail Blazers - Houston Rockets 107:116

Golden State Warriors -  New Orleans Pelicans 114:109

Sacramento Kings - Phoenix Suns 107:108

LA Clippers - Utah Jazz 109:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert