Valur tapaði á Egilsstöðum

Justas Tamulis og Gustav Suhr-Jessen.
Justas Tamulis og Gustav Suhr-Jessen. mbl.is/Árni Sæberg

Höttur á Egilsstöðum gerði sér lítið fyrir og sigraði deildarmeistara Vals í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta á Egilsstöðum í dag. Lokatölur voru 84:77.

Fyrsta leik liðanna lauk með sigri Vals en Hattarmenn, með Deontaye Buskey fremstan í flokki, jöfnuðu metin í einvíginu. Skotnýting Hattar var afar góð en þeir hittu úr 53% tveggja stiga skota sinna og 36% þriggja stiga skota. 

Buskey skoraði 23 stig og stóru mennirnir Gustav Suhr-Jessen og Nemanja Knezevic áttu góðan dag. 

Hjá Hlíðarendapiltum var Taiwo Badmus yfirburðamaður með 23 stig og 13 fráköst. Frank Aaron Booker bætti við 16 stigum en landsliðsmennirnir Kristófer Acox og Kristinn Pálsson voru samtals með 15 stig og skelfilega skotnýtingu.

Liðin mætast í þriðja leik á Hlíðarenda á fimmtudaginn en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert