Umspilið hefst annað kvöld

LeBron James og félagar í LA Lakers þurfa að fara …
LeBron James og félagar í LA Lakers þurfa að fara í umspil og mæta New Orleans á útivelli annað kvöld. AFP/Tyler Kaufman

Eftir lokaumferð NBA-deildarinnar í körfuknattleik sem var leikin í gær liggur fyrir hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og í umspilinu.

Sex efstu liðin í hvorri deild fara beint í úrslitakeppnina. Það eru eftirtalin lið:

Austurdeild: 1 Boston, 2 New York, 3 Milwaukee, 4 Cleveland, 5 Orlando, 6 Indiana.

Vesturdeild: 1 Oklahoma City, 2 Denver, 3 Minnesota, 4 LA Clippers, 5 Dallas, 6 Phoenix.

Umspil Austurdeildar: 
Philadelphia (7) - Miami (8)
Chicago (9) - Atlanta (10)

Umspil Vesturdeildar:
New Orleans (7) - LA Lakers (8)
Sacramento (9) - Golden State (10)

Úrslitakeppni Austurdeildar:
Boston - umspilslið 2
New York - umspilslið 1
Milwaukee - Indiana
Cleveland - Orlando

Úrslitakeppni Vesturdeildar:
Oklahoma City - umspilslið 2
Denver - umspilslið 1
Minnesota - Phoenix
LA Clippers - Dallas

Umspilið hefst annað kvöld með leikjum liðanna í Vesturdeildinni en liðin í Austurdeildinni mætast á miðvikudagskvöldið. 

Sigurvegararnir í leikjum liða 7 og 8 í báðum deildum eru komnir í úrslit. Liðið sem tapar mætir sigurvegaranum úr leik liða 9 og 10 um seinna umspilssætið í viðkomandi deild.

Úrslitakeppnin sjálf hefst síðan á laugardagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert