Í ævilangt bann fyrir veðmálabrot

Jontay Porter (t.v.) í leik með Toronto Raptors á síðasta …
Jontay Porter (t.v.) í leik með Toronto Raptors á síðasta tímabili. AFP/Mark Blinch

Jontay Porter, miðherji Toronto Raptors, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann af NBA-deildinni í körfuknattleik fyrir að brjóta gegn veðmálareglum deildarinnar.

Porter er 24 ára gamall og gekk til liðs við Toronto fyrir yfirstandandi tímabil eftir að hafa leikið í G-deildinni, sem inniheldur varalið félaga NBA-deildarinnar, og verið áður á mála hjá Memphis Grizzlies.

„Rannsókn deildarinnar leiddi í ljós að Porter braut gegn reglum deildarinnar með því að láta veðjendum í té trúnaðarupplýsingar, takmarka eigin þátttöku í einum eða fleiri leikjum í tengslum við veðmál og að veðja á leiki í NBA-deildinni,“ sagði í tilkynningu frá deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert