LeBron og félagar í úrslitakeppnina

Brandon Ingram og LeBron James eigast við í nótt.
Brandon Ingram og LeBron James eigast við í nótt. AFP/Jonathan Bachman

LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru komnir í úrslitakeppni NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum eftir 110:106-útisigur á New Orleans Pelicans í umspili í nótt. Lakers mætir ríkjandi meisturum Denver Nuggets í 1. umferð úrslitakeppninnar.

LeBron var stigahæstur hjá Lakers með 23 stig. Þá tók hann einnig níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Zion Williamson skoraði 40 stig fyrir New Orleans.

Sacramento Kings tryggði sér leik við New Orleans um síðasta sætið í úrslitakeppninni með 118:94-heimasigri á Golden State Warriors, sem er komið í sumarfrí. Keegan Murray skoraði 32 stig fyrir Sacramento og Stephen Curry gerði 22 fyrir Golden State.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert