Keflavík einum sigri frá undanúrslitum

Remy Martin átti stórleik.
Remy Martin átti stórleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík og Álftanes áttust við í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körufbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Keflavíkur, 88:84, en leikurinn fór fram í Reykjanesbæ.

Jafnt var á með liðunum í upphafi fyrsta leikhluta áður en Álftanes náði tökum á leikhlutanum og sigldi fram úr með frábærum leik sem Keflavík átti ekki svör við. Mikil vandræði voru í sóknarleik Keflavíkur og tóks Álftnesingum að halda helstu stjörnum Keflavíkur niðri.

Staðan í lok fyrsta leikhluta 28:19 fyrir Álftanes.

Keflavíkingar mættu brjálaðir í annan leikhluta

Lið Keflavíkur mætti dýrvitlaust til leiks í annan leikhlutann og skoraði fyrstu 5 stig leikhlutans og eftir tæplega 3 mínútur af öðrum leihluta var staðan 30:29 fyrir Keflavík.

Keflvíkingar voru ekki hættir því þeir komust yfir í stöðunni 39:38. Liðin skiptust síðan á að komast yfir en Dúi Jónsson jafnaði þegar 7 sekúndur voru eftir af hálfleiknum og staðan 44:44 í háspennuleik í Reykjanesbæ.

Stigahæstur í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik var Remy Martin með 12 stig. Sigurður Pétursson var með 4 fráköst í liði Keflavíkur. Í liði Álftaness var Dúi Jónsson með 9 stig og Ville Tahvanainen var með 4 fráköst.

Þriðji leikhluti bauð upp á oföndun

Keflavík leiddi nánast allan þriðja leikhlutann en munurinn var aldrei meiri en 2-3 stig og var spennan vægast sagt svakaleg. Álftanesi tókst að jafna tvisvar sinnum í leikhlutanum í stöðunum 66:66 og svo aftur í 69:69 en það gerði Ville Tahvanainen með flautukörfu í lok leikhlutans.

Keflavík sterkari í 4. leikhluta.

Keflvíkingar voru með sterkari taugar í fjórða leikhlutanum og fór þar fremstur í flokki Remy Martin sem setti niður gríðarlega mikilvæga 3 stiga körfu í stöðunni 85:79. Keflavík vann að lokum sigur 88:84 og er í lykilstöðu fyrir fjórða leik liðanna sem fer fram á Álftanesi á þriðjudaginn næsta kl 19:00.

Stigahæstur í liði Keflavíkur var Remy Martin með 29 stig en í liði Álftanes var Dino Stipcic með 18 stig.  

Keflavík 88:84 Álftanes opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert