Dallas í úrslit eftir háspennu

P.J. Washington skoraði sigurkörfuna í nótt.
P.J. Washington skoraði sigurkörfuna í nótt. AFP/Sam Hodde

 Dallas Mavericks er komið í úrslitaeinvígi Vest­ur­deild­ar NBA-deild­ar­inn­ar í körfuknatt­leik eftir 117:116 sigur á Oklahoma City Thunder á heimavelli í nótt.

Þetta var sjötti leikur liðanna og Dallas vann einvígið 4:2. Dallas mætir annaðhvort Denver Nuggets eða Minnesota Timberwolves í úrslitaeinvíginu en liðin mætast á morgun í oddaleik. 

Dallas var 17 stigum undir í hálfleik og níu stigum undir í byrjun fjórða leikhluta en komu sterkir til baka.

Oklahoma var einu stigi yfir, 116:115 þegar Dallas fór í sókn. Þá var brotið á P.J. Washington Jr. í þriggja stiga skoti, hann steig á vítapunktinn og setti tvö af þremur vítaskotum en klúðraði viljandi þriðja. Oklahoma menn náðu frákastinu og Jalen Williams reyndi langskot en hitti ekki.

Vítaskotin og svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Luka Doncic var frábær fyrir Dallas eins og svo oft áður og setti þrefalda tvennu. Skoraði 29 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem Dallas spilar úrslitaeinvígi Vesturdeildar en það hefst næstkomandi miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert