Ungstirnið heldur vestur um haf

Tómas Valur Þrastarson er bráðefnilegur.
Tómas Valur Þrastarson er bráðefnilegur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Tómas Valur Þrastarson, bráðefnilegur leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, hefur samið við Washington State Cougars, háskólalið Washington State í Bandaríkjunum, um að leika með liðinu frá og með næsta hausti.

Cougars er afar sterkt lið og leikur í efstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum

Tómas Valur er aðeins 18 ára gamall en var í lykilhlutverki hjá Þór á nýafstöðnu tímabili, þar sem hann skoraði 17 stig, tók tæplega sex fráköst og gaf rúmlega tvær stoðsendingar að meðaltali í leik í úrvalsdeildinni.

Hann er 198 sentimetrar að hæð og leikur sem skotbakvörður og framherji.

Tómas Valur, sem hefur leikið einn A-landsleik, er yngri bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar, leikmanns Belfius Mons í Belgíu og landsliðsmanns í körfuknattleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert