Úrslitin ráðast í oddaleik eftir dramatík

DeAndre Kane brunar í átt að körfu Vals í Smáranum …
DeAndre Kane brunar í átt að körfu Vals í Smáranum í kvöld. mbl.is/Óttar

Grindavík hafði betur gegn Val, 80:78, Í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í Smáranum í Kópavogi, tímabundnum heimavelli Grindvíkinga, í kvöld.

Ráðast úrslitin þar með í oddaleik á Hlíðarenda næsta miðvikudagskvöld. 

Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en liðin skiptu með sér að vera í forystu. Valur var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25:23, en Grindavík var yfir með einu í hálfleik, 44:43.

Taiwo Badmus fór fyrir Valsmönnum í fyrri hálfleik og skoraði 17 stig. Þá skoraði Dedrick Basile 16 fyrir Grindavík.

Frank Aron Booker reynir að komast fram hjá Daniel Mortensen …
Frank Aron Booker reynir að komast fram hjá Daniel Mortensen í Smáranum í kvöld. mbl.is/Óttar

Valsliðinu tókst að jafna metin í æsispennandi þriðja leikhluta og fóru liðin því jöfn inn í þann fjórða og síðasta, 58:58.

Fjórði leikhluti var stórkostlegur en Dedrick Basile tryggði Grindvíkingum sigurinn með þristi úr horninu undir blálok leiks. 

Áhorfendur voru búnir að fylla Smárann nokkru áður en leikurinn …
Áhorfendur voru búnir að fylla Smárann nokkru áður en leikurinn hófst. mbl.is/Óttar

Basile átti stórleik og skoraði 32 stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. DeAndre Kane skoraði 20 stig fyrir Grindavík. 

Hjá Val skoraði Taiwo Badmus 19 stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 

Grindavík 80:78 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert