Ég er orðlaus

Daniel Mortensen með boltann í kvöld.
Daniel Mortensen með boltann í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér líður hræðilega,“ sagði Daninn Daniel Mortensen í samtali við mbl.is eftir að hann og liðsfélagar hans í Grindavík töpuðu oddaleik gegn Val í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta á Hlíðarenda í kvöld.

Mortensen átti sjálfur fínan leik og skoraði 13 stig en þau dugðu ekki til því lokatölur urðu 80:73, Val í vil.

„Það er mjög erfitt að taka þessu. Svona er þetta stundum. Ég er orðlaus,“ sagði Mortensen og bað blaðamann síðan afsökunar á stuttum og fáum svörum.

Hann er svo sannarlega afsakaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka