Hann fórnaði líkamanum fyrir okkur

Kristófer Acox kyssir Íslandsbikarinn.
Kristófer Acox kyssir Íslandsbikarinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Litháinn Justas Tamulis var vægast sagt ánægður er mbl.is ræddi við hann eftir að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta í fjórða sinn með sigri á Grindavík, 90:83, í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gær. 

„Tilfinningin er frábært. Ég held að við munum átta okkur á þessu eftir nokkra daga en nú viljum við bara fagna. 

Það að fara inn í sumarfrí sem meistari er frábært,“ sagði Tamulis beint eftir leik. 

Tamulis gekk til liðs við Valsmenn í febrúar en hann reyndist þeim afar drjúgur í úrslitakeppninni. 

„Við erum með frábæran hóp. Leikmennirnir eru bæði toppleikmenn og karakterar. Það er mikil stemning í klefanum. Þjálfara- og starfsteymið er æðislegt, það skilar svona árangri. 

Við eigum líka frábæra stuðningsmenn. Þeir voru saman með okkur í kvöld.“

Gáfu meiðsli Kristófers í byrjun leiks ykkur auka hvatningu?

„Já, við gerðum þetta fyrir hann. Hann fórnaði líkamanum fyrir okkur hér í kvöld og það er mjög stórt. Hann á skilið að vera meistari,“ bætti Tamulis við. 

Kristófer Acox var borinn af velli í byrjun leiks.
Kristófer Acox var borinn af velli í byrjun leiks. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert