Martin og félagar jöfnuðu metin

Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu.
Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Alba Berlín jafnaði metin í 1:1 í úrslitaeinvígi sínu við Bayern München í þýska karlakörfuboltanum með sterkum útisigri, 79:70, í München í kvöld.

Bayern vann fyrsta leikinn, sem einnig fór fram í München, örugglega, 79:67, á laugardag.

Næst mætast liðin í Berlín á miðvikudag og aftur á föstudag.

Martin Hermannsson er meiddur og lék því ekki með Alba Berlín í kvöld. Er hann meiddur á kálfa og hefur félagið gefið það út að meiðslin muni halda honum frá keppni út tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert