Badmus áfram á Hlíðarenda

Taiwo Badmus með bikarinn í vor
Taiwo Badmus með bikarinn í vor Kristinn Magnússon

Írski körfuboltamaðurinn Taiwo Badmus hefur framlengt samning sinn við Valsmenn en þessu greinir félagið frá á samfélagsmiðlum sínum. 

Badmus var eftirsóttur af öðrum liðum en nú er ljóst að hann fer ekki fet. Badmus var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann átti stórleik í oddaleiknum um titilinn gegn Grindavík.

Badmus varð Íslandsmeistari annað árið í röð en hann var í lykilhlutverki í sigri Tindastóls árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka