Hafnaði Los Angeles Lakers

Lebron James og félagar eru þjálfaralausir.
Lebron James og félagar eru þjálfaralausir. AFP/MATTHEW STOCKMAN

Dan Hurley hefur hafnað risatilboði Los Angeles Lakers um að taka við starfi aðalþjálfara félagsins. Hurley þjálfar háskólalið Connecticut sem hefur unnið titilinn í háskólaboltanum tvö ár í röð.

Samningurinn sem Hurley hafnaði var upp á sex ár og sjötíu milljónir dollara sem eru rúmir átta milljarðar íslenskra króna. Hurley er talinn vilja eltast við þriðja titilinn í röð frekar en að taka við starfi Darwin Ham sem var rekinn skömmu eftir að Lakersliðið féll úr keppni í úrslitakeppninni í síðasta mánuði.

Los Angeles Lakers féllu úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir 4:1 tap fyrir Denver Nuggets.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert