Argentínumenn ólympíumeistarar í fótbolta

Argentínumenn fagna sigrinum í nótt.
Argentínumenn fagna sigrinum í nótt. AP

Argentínumenn vörðu ólympíumeistaratitil sinn í fótbolta karla þegar þeir unnu Nígeríu, 1:0, í úrslitaleik í Peking í nótt. Ángel Di Maria skoraði eina mark liðsins á 58. mínútu eftir undirbúning Lionels Messi.

Dómarar leiksins gerðu tvívegis hlé á leiknum svo leikmenn gætu svalað þorstanum en hitinn á leikvanginum fór yfir 40 gráður. 

Brasilíumenn unnu Belga 3:0 í leik um bronsverðlaunin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert