Ísland í 2. sæti á ÓL

Nikola Karabatic og Sverre Jakobsson berjast um boltann.
Nikola Karabatic og Sverre Jakobsson berjast um boltann. AP

Íslendingar unnu silfurverðlaun í handbolta á ólympíuleikunum í Peking en þeir töpuðu úrslitaleiknum fyrir Frökkum, 28:23. Frakkar voru mun betri í leiknum og höfðu yfirhöndina allan tímann.

Íslenska landsliðið náðu sér alls ekki sér á strik í fyrri hálfleik gegn Frökkum. Að undanskildum upphafsmínútum leiksins höfðu Frakkar örugga forystu. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar mistækur og greinilegt að Frakkar höfðu kortlagt hann mjög vel. Þá var vörn íslenska liðsins ekki verið eins öflug og áður en batnaði aðeins á síðustu mínútum hálfleiksins. 

Í síðari hálfleik breyttist leikurinn lítið. Frakkar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum handknattleiksins auk þess sem markvörður þeirra, Thierry Omeyer varði afar vel eins og gerði reyndar einnig í fyrri hálfleik. Hann varði mörg opin færi auk langskot, en samvinna hans og frönsku varnarinnar afar var afar góð.

Íslenska landsliðið var því miður skrefi á eftir allan leikinn og sigur Frakka því verðskuldaður. Franska liðið fangaði gullverðlaunum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í fyrsta sinn og það íslenska silfurverðlaunum einnig í fyrsta skipti.

Þetta er í annað sinn sem Íslendingar vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikum. Hin fyrri vann Vilhjálmur Einarsson í þrístökkskeppni Ólympíuleikanna í Melbourne 1956. Þá unnu Bjarni Ágúst Friðriksson og Vala Flosadóttir brons 1984 og 2000.

Íslenska landsliðið vann fjóra leiki í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, gerði tvö jafntefli en tapaði tveimur viðureignum. Frakkar unnu sjö leiki og gerðu eitt jafntefli. 

Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Logi Geirsson 3, Alexander Petersson 2, Róbert Gunnarsson 1, Sigfús Sigurðsson 1. 

Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot. 

Það er lítill gleðibragur á mannfjöldanum, sem fylgist með leiknum …
Það er lítill gleðibragur á mannfjöldanum, sem fylgist með leiknum í Vodafonehöllinni. mbl.is/Golli
Ísland ÓL 2008 23:28 Frakkland ÓL2008 opna loka
60. mín. Daouda Karaboue (Frakkland ÓL2008) varði skot - frá Loga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert