Íslendingar taka við silfrinu

Íslenski handboltahópurinn á verðlaunapallinum í Peking.
Íslenski handboltahópurinn á verðlaunapallinum í Peking. AP

Íslendingar tóku við silfurverðlaunum fyrir handbolta á ólympíuleikunum í Peking. Íslensku landsliðsmennirnir voru glaðir í bragði þegar þeir tóku við verðlaununum þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum um gullið fyrir Frökkum. Spánverjar enduðu í þriðja sæti.

Þetta er í annað skipti, sem Íslendingar fá silfurverðlaun á ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfur fyrir þrístökk árið 1956. 

Hópur Íslendinga hvatti íslenska liðið áfram í Peking.
Hópur Íslendinga hvatti íslenska liðið áfram í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti
Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru …
Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru valdir í úrvalslið handboltakeppninnar í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti
Logi Geirsson, Hreiðar Levy Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Sverre …
Logi Geirsson, Hreiðar Levy Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Sverre Jakobsson bregða á leik eftir að hafa fengið verðlaunin afhent. AP
Frönsku ólympíumeistararnir í handbolta með verðlaun sín.
Frönsku ólympíumeistararnir í handbolta með verðlaun sín. AP
Íslensku leikmennirnir hoppuðu þegar nafn Íslands var nefnt við verðlaunaafhendinguna.
Íslensku leikmennirnir hoppuðu þegar nafn Íslands var nefnt við verðlaunaafhendinguna. AP
Alexander Petersson reynir að skora framhjá Thierry Omeyer, markverði Frakka, …
Alexander Petersson reynir að skora framhjá Thierry Omeyer, markverði Frakka, sem var Íslendingum erfiður í leiknum. AP
Frakkarnir tolleruðu Jackson Richardson, sem um árabil var besti leikmaður …
Frakkarnir tolleruðu Jackson Richardson, sem um árabil var besti leikmaður Frakka en er nú í hópi aðstoðarþjálfara. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert