Ásarnir yfir 1000 laxa

Þorsteinn Stefánsson með einn af þeim stóru sem hafa komið ...
Þorsteinn Stefánsson með einn af þeim stóru sem hafa komið land í Laxá síðustu daga. asum.is

Veiði hefur verið góð í Laxá á Ásum í sumar og hafa síðustu verið sèrlega góðir í kjölfarið á rigningu.

Síðasta tveggja daga holl sem lauk veiðum á  hádegi landaði 70 löxum á stangirnar fjórar. Þá hafa til viðbótar nokkrir stórir komið land.

Það var svo í gær að áin rauf þúsund laxa múrinn og var það Sigurður Sigurðsson, jafnan kenndur við Raflax, sem veiddi þennan tímamóta lax.

Þetta er mun betri veiði en í fyrra þegar 620 laxar komu land það sumarið. Veitt er til 20. september.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is