Ásarnir yfir 1000 laxa

Þorsteinn Stefánsson með einn af þeim stóru sem hafa komið …
Þorsteinn Stefánsson með einn af þeim stóru sem hafa komið land í Laxá síðustu daga. asum.is

Veiði hefur verið góð í Laxá á Ásum í sumar og hafa síðustu verið sèrlega góðir í kjölfarið á rigningu.

Síðasta tveggja daga holl sem lauk veiðum á  hádegi landaði 70 löxum á stangirnar fjórar. Þá hafa til viðbótar nokkrir stórir komið land.

Það var svo í gær að áin rauf þúsund laxa múrinn og var það Sigurður Sigurðsson, jafnan kenndur við Raflax, sem veiddi þennan tímamóta lax.

Þetta er mun betri veiði en í fyrra þegar 620 laxar komu land það sumarið. Veitt er til 20. september.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert