Stórauknar sleppingar í Eystri Rangá

Glímt við lax í Eystri Rangá.
Glímt við lax í Eystri Rangá. ranga.is

Inn á vefsíðu stangveiðifélagsins Lax-á er greint frá því að sleppingu sjógönguseiða í Eystri Rangá hafi verið stórauknar síðastliðið vor miðað við fyrri ár.  Í sumar gengu þessar sleppingar vel og voru þær þrefalt meiri en árin á undan.  

Menn vonast að með því komi veiði að aukast verulega frá því sem var í sumar þegar heildarveiðin var 2143 laxar sem var það nokkuð undir væntinugum. Telja menn að veiðin sumarið 2018 muni í það minnsta að enda með 6000 löxum á land verði öll ytri skilyrði með venjubundum hætti. Í ánni eru leyfðar 18 stangir og veitt á 9 svæðum.

Í nágranna ánni, Ytri Rangá, var settur kraftur í seiðasleppingar í kjölfarið á niðursveiflu þar árið 2014 þegar heildarveiðin var upp á rétt rúma 3000 laxa. Mun meira af seiðum fór út í kjölfarið og árið seinna veiddust þar rúmir 8800 laxar. Árið 2016 rúmir 9300 og síðastliðið sumar komu þar 7451 á land. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert