856 Bortækni ehf.

Stærðarflokkur Meðalstórt
Röð innan flokks 408
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Starfsemi Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis
Framkvæmdastjóri Halldór Egill Kristjánsson
Fyrri ár á listanum 2021
Framúrskarandi 2022

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 260.221
Skuldir 188.328
Eigið fé 71.893
Eiginfjárhlutfall 27,6%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 2
Endanlegir eigendur 2
Eignarhlutur í öðrum félögum 0
Endanleg eign í öðrum félögum 0

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

pila

Miðlungi áhættumikil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Sveitarfélögin þurfa að auka framboð á lóðum

Halldór Egill Kristjánsson bendir á að það gæti verið hentug …
Halldór Egill Kristjánsson bendir á að það gæti verið hentug leið til að þétta byggð að auðvelda húseigendum að stækka og breyta húsnæði sínu og t.d. gera kjallararými að íbúðum. Arnþór Birkisson

Gaman er að sjá hvernig starfsemi Bortækni ehf. hefur vaxið og dafnað, hægt og bítandi, og fyrirtækið að lokum komist á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki.

Halldór Egill Kristjánsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en faðir hans, Kristján Halldórsson, stofnaði Bortækni snemma á níunda áratugnum og hafa þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu starfað hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið var formlega stofnað 1982 og fimmtán manns eru á launaskrá en mörg þeirra eru börn eða tengdabörn Kristjáns.

Sumum gæti þótt það ókostur að deila vinnustað með sínum nánustu, en Halldór segir alla mjög samstiga og frekar kost en hitt að hafa marga fjölskyldumeðlimi í starfsmannahópnum.

„Við vinnum öll að sama takmarki, og gengur samstarfið vonum framar.“

Bortækni hefur núna verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja tvö ár í röð og segir Halldór að þessi árangur hafi einfaldlega náðst af sjálfu sér með heilbrigðum rekstri.

„Við búum líka að mjög góðu starfsfólki með mikla þjálfun, og eigum sérlega öflugan tækjakost. Þá höfum við byggt upp sterk viðskiptatengsl við umsvifamikil fyrirtæki í byggingageira sem leita til okkar aftur og aftur, enda vita þau að við veitum góða þjónustu.“

Framkvæmdagleði í faraldri

Það er sjaldgæft að Bortækni komi að nýsmíði en fyrirtækið er hins vegar oft fengið til að sinna verkefnum tengdum breytingum á húsnæði, enda sérhæfir Bortækni sig í múrbroti, steypusögun, kjarnaborun og niðurrifi. Halldór segir að undanfarin ár hafi verið bæði uppgangs- og stöðugleikatími fyrir byggingargeirann.

„Verkefnastaðan hjá okkur var góð, meira að segja í kórónuveirufaraldrinum, enda notaði fólk tækifærið fyrst það gat ferðast minna til að ráðast í framkvæmdir heima hjá sér. Það var því aldrei stopp hjá okkur,“ útskýrir hann.

„Þá hefur verið töluvert um verkefni sem tengjast því að breyta fasteignum og gefa þeim nýtt hlutverk og höfum við t.d. haft mikið að gera í Kringlunni í kringum breytingar á kvikmyndahúsinu og framkvæmdir vegna nýrrar mathallar. Sömuleiðis höfum við verið önnum kafin við breytingar á gamla pósthúsinu í Pósthússtræti sem á að hýsa nýja mathöll.“

Þau verk sem Bortækni sinnir kalla á töluverða verkþekkingu og sérhæfðan búnað.

„Þetta getur verið líkamlega erfið vinna en með góðum tækjakosti og reynslu verður verkið léttara. Ekki er sama hvernig staðið er að vinnunni og þurfum við t.d. að gæta þess vel að hreinsa loftið á framkvæmdastað og nota réttan hlífðarbúnað. Þá er það ómissandi hlutur af niðurrifi að flokka allan úrgang rétt.“

Stjórnkerfið er þungt í vöfum

Þrátt fyrir að hljóðið í byggingarverktökum sé ágætt segir Halldór að það mætti gera ýmsar breytingar til að liðka fyrir framkvæmdum, hleypa enn meira lífi í húsbyggingamarkaðinn og auka framboðið á íbúðum.

„Það voru gerðar breytingar hjá Reykjavíkurborg sem gerðu það auðveldara að fá leyfi fyrir minni breytingum á húsnæði en eftir stendur að það er afskaplega lítið framboð á lóðum fyrir hvort heldur sem er íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. Hér áður fyrr var það ekkert stórmál að fá lóð til að byggja einbýlishús eða lítið fjölbýli á en núna eru nánast engar lóðir í boði og þær fáu sem koma á markaðinn kosta tugi milljóna. Það er aðkallandi, og myndi hjálpa mikið til að ná fasteignaverði aftur niður, ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ykju til muna framboð á lóðum.“

Halldór bendir á að það myndi líka hjálpa markaðinum að létta og stytta alla ferla tengda breytingum á eldra húsnæði. Víða mætti t.d. gera breytingar á kjöllurum og rishæðum, eða byggja litlar viðbyggingar til að búa til nýjar íbúðir eða fleiri svefnherbergi fyrir stækkandi fjölskyldur.

„Kerfið er svifaseint og þungt í vöfum, og glimrandi tækifæri fyrir samfélagið og hagkerfið að gera það auðveldara að breyta húsnæði,“ segir hann.

„Það getur verið kostnaðarsöm framkvæmd að ætla t.d. að koma kjallara í gott stand og gera að íbúð sem samræmist nútímakröfum en um leið er verið að búa til mun verðmætara rými og hægt að fá fjárfestinguna til baka í gegnum tekjur af sölu eða leigu íbúðarinnar, en um leið er verið að þétta byggðina með hagkvæmum hætti.“

Fasteignir eiga ekki að endast að eilífu

Stundum er Bortækni fengin til að hreinsa út úr byggingum þar sem orðið hafa rakaskemmdir eða þörf er á að skipta út gömlum klæðningum fyrir nýjar. Halldór segir brýnt að fólk geri sér grein fyrir að fasteignum er aðeins ætlað að standa í ákveðinn tíma og að þær endist ekki að eilífu.

Ætti það að teljast eðlilegur hlutur að gera umfangsmiklar endurbætur á húsnæði sem náð hefur vissum aldri, eða jafnvel rífa það gamla og byggja nýtt húsnæði sem fellur betur að þörfum nútímans.

„Íslendingar virðast sérstaklega hræddir við að rífa byggingar og ganga stundum svo langt að taka hús svo rækilega í gegn að þegar framkvæmdir standa hæst eru mannvirkin orðin minna en fokheld. Að rífa niður hús er ekki mjög kostnaðarsöm framkvæmd og á margan hátt einfaldara að fara þá leið og byggja nýtt frá grunni,“ segir hann.

„Auðvitað viljum við vernda falleg og gömul hverfi með ríka sögu, en það eru takmörk fyrir því hve langt má komast með endurbótum á gömlu húsnæði þegar óskir fólks um stærð herbergja, skipulag íbúða, frágang og efnisval eru allt aðrar en þær voru t.d. um miðja síðustu öld.“

mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar