251 Örninn Hjól ehf.

Stærðarflokkur Stórt
Röð innan flokks 201
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum
Starfsemi Smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum
Framkvæmdastjóri Jón Pétur Jónsson
Fyrri ár á listanum 2010–2022
Ávallt framúrskarandi Framúrskarandi 2023

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 1.245.102
Skuldir 332.521
Eigið fé 912.581
Eiginfjárhlutfall 73,3%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 1
Endanlegir eigendur 1
Eignarhlutur í öðrum félögum 1
Endanleg eign í öðrum félögum 1

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Fjölskyldustemningin undirstrikar starfsánægjuna

Hin seinni ár hafa vinsældir 29
Hin seinni ár hafa vinsældir 29" fjallahjóla aukist jafnt og þétt á kostnað 26" hjóla. Ekki er þó um innantóma tískubólu að ræða heldur er innistæða fyrir fylginu, segir Jón Þór Skaftason, verslunarstjóri hjá Erninum. Morgunblaðið/Kristinn

Örninn reiðhjólaverslun er ein elsta verslun landsins. Örninn var stofnaður árið 1925 og hefur einungis einu sinni skipt um eigendur, árið 1990.

Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum, segir ríkjandi fjölskyldustemningu vera á meðal starfsfólks Arnarins og að meðal starfsaldur innan fyrirtækisins sé hár. Það segir Jón Þór vera til marks um að gott sé að starfa hjá Erninum.

„Hér stíga allir upp og ganga í takt þegar á þarf að halda,“ segir hann. „Við leggjum okkur fram við að halda í gott fólk í stað þess að missa það og þurfa að fara þjálfa nýtt,“ segir Jón Þór og bætir við að reynsla og þekking starfsfólks sé ómetanleg í fyrirtækjarekstri.

„Líkt og önnur rótgróin fyrirtæki þá höldum við líka viðskiptavinum okkar til langs tíma með háu þjónustustigi sem einkennist af fagmennsku starfsfólks og vel stýrðum rekstri. Það að taka auka skrefið skilar sér nær alltaf í viðskiptum og þjónustu við fólk og við leggjum ríka áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu fyrir og eftir kaup á vörum frá okkur.“

Vaxandi hjólaáhugi

Samkvæmt Jóni Þór felst starfsemi Arnarins fyrst og fremst í sölu á smásöluvörum sem tengjast hjólreiðum á einn eða annan hátt. Hann segir hjólaáhuga fara vaxandi á meðal Íslendinga samhliða aukinni vitundarvakningu almennings á umhverfis- og loftslagsmálum.

„Vistvænar samgöngur eru alltaf að verða vinsælli og aukin vitund orðið á þeim málaflokki. Aðstæður hjólreiða hafa einnig verið að batna til muna síðustu ár,“ bendir hann á og segir rafhjól hafa selst vel undandarið.

„Í hjólarekstrinum eins og annars staðar verða breytingar með tíð og tíma en þær breytingar sem við höfum verið að sjá og upplifa hjá okkur er stóraukin sala á rafreiðhjólum,“ segir hann.

Jón Þór segir einnig að til þess að Erninum takist að anna eftirspurn á rafknúnum reiðhjólum og öðrum tækniframförum í heimi hjólreiðafólks, kalli það á innkaup á fjölbreyttara vöruúrvali samhliða því geti lagerhaldið orðið flóknara.

„Þetta er mjög jákvæð þróun þrátt fyrir að ýmsar áskoranir fylgi. Reiðhjólamarkaðurinn er í góðu jafnvægi og sérstaklega eftir að rafreiðhjólin fóru að ryðja sér til rúms. Enda eru misjafnar árstíðir engin fyrirstaða lengur. Það er hægt að hjóla alla daga ársins, allan ársins hring sé viljinn fyrir hendi.“

Reksturinn færst í eðlilegt horf

Að sögn Jóns Þórs voru ár heimsfaraldursins sérstaklega jákvæð fyrir rekstur Arnarins. Í ár og á því síðasta hafi þó ákveðið jafnvægi verið að færast yfir og velta fyrirtækisins tekin að samræmast árunum á undan Covid-faraldrinum.

„Það var mikill uppgangur á þessum tíma. Sérstaklega í öllu sem tengist útivist og hreyfingu. Þetta var náttúrulega um nokkuð langt skeið sem lítið annað var hægt að gera. Við erum aðeins farin að sjá ölduna lægja núna og hlutirnir farnir að færast aftur í eðlilegt horf,“ segir hann.

Skynsemin fengið að ráða för

„Það sem hefur einkennt árangursríkan rekstur Arnarins í gegnum tíðina er skynsemi,“ segir Jón Þór spurður út í vottun Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum.

„Við lítum fyrst á fremst á þessa vottun sem viðurkenningu á góðum og ábyrgum rekstri. Við höfum ávallt látið skynsemina ráða för og staðið fyrir ábyrgum rekstri.“

En hvernig hefur fyrirtækið náð að viðhalda ábyrgum rekstri í næstum 100 ár?

„Það hefur Erninum tekist að gera með því að fá álit sem flestra innan fyrirtækisins áður en stórar ákvarðanir eru teknar ásamt því að gæta hófs í ákvarðanatökum, fara ekki fram úr sér og ekki eyða umfram fjármunum,“ útskýrir Jón Þór.

Breytingar framundan

Hann segir framtíðarhorfur fyrirtækisins góðar en þær feli þó í sér breytingar sem verða á næsta leyti.

„Við boðum breytingar núna í seinnihluta nóvembermánaðar þar sem við komum til með að starfrækja allar þrjár verslanirnar okkar; Örninn, Örninn golfverslun og Fífu barnavöruverslun, í einu og sama verslunarrýminu í Faxafeni 8. Annað kemur ekkert til með að breytast hjá okkur. Við munum halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á fyrsta flokks vörur, veita framúrskarandi þjónustu og sýna ábyrgð í rekstri.“

Fjallahjól. Retró Tímalaus hjól – falleg og skemmtilega gamaldags – …
Fjallahjól. Retró Tímalaus hjól – falleg og skemmtilega gamaldags – eru vinsæl meðal þeirra sem njóta þess að fara prúðbúin út að hjóla, fallega til fara og stundum með hressingu í farteskinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári
mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar