Opnað að nýju fyrir hlutafélagavæðingu sparisjóða

Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi sparisjóðanna og eru fimm ...
Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi sparisjóðanna og eru fimm að hluta í ríkiseigu, meðal annars Sparisjóður Bolungarvíkur. mbl.is/Helgi

Opnað er að nýju fyrir þann möguleika að breyta sparisjóði í hlutafélag, í stað þess að félagsform sjóðanna sé takmarkað við að vera aðeins sjálfseignarstofnun, auk þess sem felldar eru á brott takmarkanir á arðgreiðslum.

Umfangsmiklar breytingar á starfsemi sparisjóðanna eru boðaðar í nýju stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Er það skoðun starfshóps á vegum sparisjóðanna með aðkomu Bankasýslu ríkisins, sem hefur á síðustu misserum unnið að mati á hverjar séu rekstrarhorfur sparisjóðanna til frambúðar, að slíkar breytingar séu til þess fallnar að greiða götu þeirra sparisjóða sem þurfa á auknu eigin fé að halda til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra.

Í frumvarpinu er einnig lagt til að starfsheimildir sparisjóða verði þrengdar frá því sem nú er. Heimildir sjóðanna verða takmarkaðar við hefðbundna viðskiptabankastarfsemi tengda inn- og útlánastarfsemi og sjóðirnir stundi þannig hvorki fjárfestingarbankastarfsemi né verðbréfaviðskipti. Jafnframt er kynnt til sögunnar sú breyting að til þess að fjármálafyrirtæki geti talist vera sparisjóður þurfi það að ráðstafa að lágmarki 5% af hagnaði sínum fyrir skatta til samfélagslegra verkefna á starfssvæði sínu.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir