Styrking krónunnar gengin til baka

Styrking krónunnar frá í mars hefur að miklu leyti gengið …
Styrking krónunnar frá í mars hefur að miklu leyti gengið til baka. mbl.is

Veiking krónunnar frá í ágúst hefur verið rúmlega 9% og hefur það unnið gegn styrkingu hennar framan af ári eftir að breytingar voru gerðar á fjármagnshöftunum í mars. Greiningardeild Arion banka bendir á þetta og segir að gangi veiking síðustu mánaða ekki til baka muni það orsaka umtalsverða verðbólgu næstu mánuði. 

Þá segir greiningardeildin það áhugavert að sjá hvort hækkandi fasteignaverð og aukin umsvif á höfuðborgarsvæðinu fari ekki að skila sér í hækkandi vísitölu, en raunvextir húsnæðis og lækkun á húsnæðisverði úti á landi hefur hingað til haldið þessum lið niðri. Bankinn gerir því ráð fyrir að viðsnúningur verði þar á og á næstu mánuðum verði hófleg hækkun á húsnæðislið neysluvísitölunnar.

Gengisvísitalan
Gengisvísitalan Arion banki
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka