Ferðaþjónustuþorp við Geysi

Mikill fjöldi fólks er jafnan á ferð í Árnessýslu þar ...
Mikill fjöldi fólks er jafnan á ferð í Árnessýslu þar sem Gullfoss og Geysir laða að. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum fest kaup á þremur samliggjandi jörðum sem eru í sjónlínu við Geysi og með útsýni yfir Langjökul í allar áttir,“ segir Birgir Örn Arnarson, stjórnarformaður fasteignaþróunarfélagsins Arwen.

Félagið hyggst byggja þúsund manna ferðaþjónustuþorp á jörðunum á næstu fjórum til fimm árum. Birgir Örn segir þjónustumiðstöðina henta ferðamönnum sem fari Gullna hringinn. Notast verður við nýjar byggingaraðferðir svo þorpið muni rísa á sem skemmstum tíma.

Fasteignaþróunarfélagið Arwen hefur í nægu að snúast um þessar mundir. Félagið er að ljúka við nýbyggingu undir bjórspa og veitingastað fyrir Bruggsmiðju Kalda á Árskógssandi þar sem gestir njóta meðal annars útsýnis yfir Eyjafjörð, Hrísey og Kaldbak. Félagið er einnig að byggja 1.450 fermetra hús við Seljaveg í Reykjavík undir íbúðir og þjónustu, að því er fram kemur í umfjölluin um hinar áformuðu framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag.

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir