Engin breyting á samsetningu OMXI8

OMX Iceland 8 vísitalan er Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland og er ...
OMX Iceland 8 vísitalan er Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland og er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Engar breytingar voru gerðar á samsetningu OMXI8 vísitölunnar í endurskoðun Nasdaq sem er gerð tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi 3. júlí en vísitalan samanstendur af átta félögum, þ.e. Eik, Eimskip, Högum, Icelandair Group, Marel, N1, Reitum og Símanum. 

OMX Iceland 8 vísitalan er Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland og er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland. Vægi félaga í OMX Iceland 8 vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum á Nasdaq Iceland er hluti af vísitölunni.

Síðast þegar vísitalan var endurskoðuð var gerð ein breyting og kom þá Eik inn í stað HB Granda.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir