Svört starfsemi þekkt vandamál í geiranum

Svört starfsemi er þekkt vandamál í snyrtifræði sem er lögvernduð …
Svört starfsemi er þekkt vandamál í snyrtifræði sem er lögvernduð iðngrein. mbl.is

Áslaug Traustadóttir, formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, segir það eitt af aðalmarkmiðum félagsins að berjast gegn svarti starfsemi. Töluvert hefur borið á auglýsingum um slíka starfsemi á vef- og samfélagsmiðlum.

Mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir

Áslaug Traustadóttir formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga.
Áslaug Traustadóttir formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Ljósmynd/Áslaug Traustadóttir

Aðspurð hvort svört starfsemi sé þekkt vandamál í geiranum svarar Áslaug því játandi. „Það er það, mjög mikið. Facebook náttúrulega ýtir undir þetta allt.“ Með tilkomu miðilsins er auðveldara fyrir einstaklinga að auglýsa slíka þjónustu.

Áslaug tekur undir mikilvægi þess að neytendur séu meðvitaðir um það hvort aðilar sem þeir sækja þjónustu til hafi tilskilin réttindi. „Við erum kannski með gríðarlega virk efni sem eru eingöngu ætluð fagfólki og geta skaðað ef ekki er rétt með farið. Svo ertu náttúrulega að vinna bara með líkama fólks og það þarf að varast svo ótrúlega marga hluti.“

Lögvernduð iðngrein

Snyrtifræði er lögvernduð iðngrein og segir Áslaug mikið eftirlit með því hvort starfsfólk hafi tilskilda menntun til þess að starfa í greininni. „Við reynum allt sem við getum til þess að stöðva einhverja starfsemi sem er ekki lögleg en ég get náttúrlega ekki ráðist inn á einkaheimili fólks.“

Í dag er snyrtifræði eingöngu kennd við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og tekur námið að jafnaði fjögur ár. Þar af er 7 mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu undir handleiðslu meistara til undirbúnings sveinsprófi. Nemendur þurf að hafa náð 18 ára aldri til þess að hefja nám í verklegum áföngum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK