Ryanair skipt upp í fjögur félög

Michael O'Leary, forstjóri Ryanair.
Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. AFP

Tap Ryanair nam 20 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Unnið er að endurskipulagningu rekstrar írska flugfélagsins og verður flugfélaginu skipt upp í fjögur dótturfélög.

Í fréttatilkynningu kemur fram að uppskipting rekstrar muni taka eitt ár og flugfélögin verði fjögur talsins: Ryanair DAC, Laudamotion, Ryanair Sun og Ryanair UK. Hvert þeirra verður rekið sjálfstætt undir stjórn forstjóra og framkvæmdastjórnar. Michael O'Leary verður áfram forstjóri samsteypunnar og hefur nýverið skrifað undir samning þar að lútandi til fimm ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK