Fjarðarkaup á toppnum annað árið í röð

Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
Fjarðarkaup í Hafnarfirði. mbl.is/Rósa Braga

Fjarðarkaup í Hafnarfirði tróna á toppnum á lista MMR yfir þau fyrirtæki sem Íslendingar mæla helst með annað árið í röð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MMR og er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýjustu mælingar fyrirtækisins á meðmælavísitölu 135 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja.

Fram kemur að Fjarðarkaup hafi verið á meðal tíu efstu fyrirtækja frá því að mælingar hófust 2014. Líkamsræktarstöðin Hreyfing er í öðru sæti, bensínstöð Costco í því þriðja og hljóð- og rafbókaþjónustan Storytel í fjórða sæti. Þá er mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík í fimmta sæti en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið er mælt.

Bílaumboðið Toyota er í sjötta sæti, Hamborgarabúlla Tómasar í sjöunda sæti og líkamsræktarstöðin Reebook Fitness í því áttunda. Þá koma Sambíóin Egilshöll í níunda sæti og IKEA í því tíunda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK