Björgólfur áætlar að hætta hjá Samherja fljótlega

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, áætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu í lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, eða fyrir lok marsmánaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu tilnefningarnefndar Sjóvár, en hann er meðal þeirra sem nefndin leggur til að verði í stjórn félagsins.

Björgólfur var kjörinn í stjórn Sjóvár í mars á síðasta ári, en steig til hliðar 19. nóvember vegna tímabundinna starfa og áætlaðs álags í tengslum við að taka að sér starf forstjóra Samherja. Kom það til í kjölfarið á umfjöllun um málefni Samherja í Namibíu og víðar, en sú umfjöllun hefur meðal annars leitt af sér afsögn tveggja ráðherra í Namibíu og rannsókn á nokkrum öðrum háttsettum einstaklingum sem tengdust úthlutun kvóta í landinu.

Auk Björgólfs leggur nefndin til að eftirfarandi taki sæti í stjórninni: Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight training Iceland, Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður í Heimavöllum, Íslandsstofu og Norðursiglingu, Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs, og Ingunn Agnes Kro, stjórnarmaður í HS Orku og Íslenskum fjárfestum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK