Verð á olíu lækkar talsvert

Olíuvinnsla.
Olíuvinnsla. AFP

Verð á hráolíu féll í dag undir 43 Bandaríkjadali á tunnuna eftir talsverðar hækkun undanfarna daga. Kemur lækkunin í kjölfar ótta við áhrif og útbreiðslu heimsfaraldurs kórónuveiru, en í gær var tilkynnt um 55 þúsund ný kórónuveirusmit í Bandaríkjunum. 

Viðlíka fjöldi nýrra smita á einum degi hefur hvergi sést í heiminum. Um nýtt met er að ræða og eru sérfræðingar hræddir um að slíkt kunni að hægja á efnahagsbatanum vestanhafs. Þó hafa birst mjög jákvæðar atvinnutölur frá Bandaríkjunum undanfarna tvo mánuði. 

Störf­um í Banda­ríkj­un­um fjölgaði um 4,8 millj­ón­ir í júní­mánuði og er það tals­vert um­fram væntn­ing­ar. Áður hafði verið gert ráð fyr­ir að störf­um myndi fjölga um 3,7 millj­ón­ir í mánuðinum. Eru sérfræðingar þó hræddir um að þróunin kunni að snúast við haldi kórónuveirusmitum áfram að fjölga. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK