°neo byltir fjármálaheiminum

Björn Hólmþórsson forstjóri Five Degrees á Íslandi.
Björn Hólmþórsson forstjóri Five Degrees á Íslandi. Eggert Jóhannesson

Með nýrri skýjalausn hollensk-íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Five Degrees er bylting að hefjast í alþjóðlegum fjármálaheimi. Þetta fullyrðir Björn Hólmþórsson, forstjóri fyrirtækisins á Íslandi, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Það sem er spennandi er að þessi bylting er drifin áfram af íslensku hugviti, því bakendakerfið er þróað hér á Íslandi,“ segir Björn. Nýja kerfinu verður hleypt formlega af stokkunum í Amsterdam í Hollandi á morgun, fimmtudag. Hann segir að það sem sé einstakt við skýjalausnina, sem kallast °neo, er að með tilkomu hennar geti bankar nú keyrt allan sinn hugbúnað fyrir innlán og útlán í skýinu.

„Þetta er heildstæð lausn fyrir innlán og útlán, þar með talið húsnæðislán. Við erum að taka margra ára reynslu við þróun hugbúnaðar fyrir fjármálakerfið og setja í skýjalausn, sem er einstök í sinni röð og þróuð einungis sem „native“ skýjalausn,“ bætir Björn við en Five Degrees er „uppselt“ í skýjalausnina út þetta ár eins og hann orðar það, þ.e. fyrirtækið mun geta tekið við fleiri nýjum viðskiptavinum á næsta ári.

Allir íslenskir bankar og fjöldi lífeyrissjóða og verðbréfafyrirtækja hér á landi nota lausnir Five Degrees, allt í allt 26 fjármálafyrirtæki. Erlendir viðskiptavinir eru fimmtán talsins, þar á meðal hollenski bankinn ABN Amro og kanadíski stórbankinn Toronto Dominion Bank.

Fjármögnun nýtt í skýjalausnina

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á síðasta ári lauk félagið við 3,5 milljarða króna fjármögnun árið 2020 sem nýtt verður í skýjalausnina næstu tvö árin.

„Með því að innleiða lausnina geta bankar hjálpað sér sjálfir. Við viljum minnka kostnað banka við að reka tölvukerfi en á sama tíma að auka hraðann í nýjum útgáfum og uppfærslum kerfanna þannig að við getum gefið út meiri virkni örar og með minni fyrirvara. Helst viljum við gefa út nýjar uppfærslur vikulega, en í dag þá getur tekið tvo til fimm mánuði að setja upp nýjar útgáfur hugbúnaðar innan fjármálafyrirtækja, sem felur í sér mikinn auka kostnað sem hægt er að ná niður með skýjalausninni.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK