Toyota hagnast um 1.080 milljónir

Toyota hefur lengi haft sterka markaðsstöðu á Íslandi.
Toyota hefur lengi haft sterka markaðsstöðu á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Toyota á Íslandi hagnaðist um 1.080 milljónir króna eftir skatta á árinu 2021. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skemmstu var ákveðið að greiða 800 milljónir til hluthafa í formi arðgreiðslu.

Eigendur Toyota á Íslandi er félagið UK fjárfestingar ehf. Það félag er í jafnri eigu ÞK fjárfestingar ehf. og JÚ ehf. Fyrrnefnda félagið er í jafnri eigu hjónanna Kristjáns Þorbergssonar og Þórunnar Sigurðardóttur en síðarnefnda félagið í jafnri eigu hjónanna Úlfars Steindórssonar og Jónu Óskar Pétursdóttur.

Tekjur Toyota á Íslandi námu 12.222 milljónum króna í fyrra og jukust um 32,9% frá árinu 2020. Þá reyndist EBITDA af starfseminni vera 1.449 milljónir.

Eignir félagsins námu 4.280 milljónum í lok siðasta árs og þar af voru birgðir 1.810 milljónir. Eigið fé þess stóð í 2.567 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 60%.

Mest seldi bíllinn 32 ár í röð

Í tilkynningu frá félaginu segir að á árinu 2021 hafi selst alls 2.064 Toyota- og Lexusbílar en að á árinu 2020 hafi þeir verið 1.587 talsins. Þá segir að Toyota hafi verið mest selda bílategundin 32. árið í röð.

„Toyota á Íslandi hagnaðist um 1.080 milljónir króna eftir skatta á árinu 2021. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skemmstu var ákveðið að greiða 800 milljónir til hluthafa í formi arðgreiðslu.“

Þar segir einnig að vöruþróun hjá fyrirtækinu sé hröð um þessar mundir og að sala og kynning á úrvali tengiltvinn- og rafmagnsbíla sé nú í gangi. Sú þróun byggi á meira en tveggja áratuga langri reynslu af framleiðslu hybrid-bíla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK