c

Pistlar:

26. ágúst 2018 kl. 20:50

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Norska olíuævintýrið í hámarki

Um aldamótin síðustu leit út fyrir að norska olíu­ævin­týrið hefði náð há­marki. Og að þaðan í frá myndi fram­leiðsl­an minnka. En með auk­inni vinnslu á jarð­gasi og óvænt­um fundi nýrra mjög stórra olíu­linda á norska land­grunn­inu hefur þetta mikla efna­hags­ævin­týri Norð­manna verið fram­lengt. Nú er þess vænst að olíu- og gas­vinnslan muni auk­ast rólega fram til 2023. En eftir það muni hnign­unin byrja. Og hún gæti orðið nokkuð hröð.

Norway-Oil-Production_1971-2040_Aker-BP-oversikt-2018Umfang olíu- og gas­vinnsl­unnar á norska land­grunn­inu er með ólík­ind­um. Ein­ung­is eitt ríki fram­leið­ir meira af olíu og jarð­gasi úr land­grunn­inu, en það er Saudi Arabía. Þar á eftir koma Nor­egur og Katar. Þegar litið er til höfða­tölu ber Katar þarna höf­uð og herð­ar yfir aðrar þjóð­ir (eink­um vegna risa­vax­inna gas­linda und­ir botni Persa­flóans). Þar á eftir koma ein­mitt Norð­menn, ásamt nokkrum öðrum fá­menn­um olíu­fram­leið­end­um eins og Brunei, Kuwait og Trinidad og Tobago. Engu að síður eru það Norð­menn sem eiga stærsta olíu­sjóð­inn. Og reyndar eiga Norð­menn stærsta ríkis­fjár­fest­inga­sjóð heimsins.

Sovereign-Wealth-Funds-largest-2017Það voru skemmtileg tíma­mót þegar verð­mæti norska Olíu­sjóðs­ins fór yfir 1.000 milljarða USD á liðnu áriÍ dag er verð­mæt­ið ná­lægt 1.028 milljarð­ar USD. Þetta jafn­gild­ir því (m.v. fólks­fjölda) að við Ísl­end­ing­ar ættu­m spari­bauk með u.þ.b. 60 milljörðum USD (sem jafngildir um 6.500 milljörðum ISK) og það vel að merkja allt í erlendum gjaldeyri. Nú er bara að bíða og sjá hversu stór íslenski auð­linda­sjóð­ur­inn verð­ur. Og þá vænt­an­lega með sínu sjávar­auð­linda­gjaldi og Lands­virkjunar­hagnaði.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur að orkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki.

Meira