c

Pistlar:

6. ágúst 2018 kl. 20:30

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Mikilvægi nýs hafrannsóknarskips

Á hátíðar­fundi Alþing­is á Þing­völl­um 18. júlí síðastliðinn var samþykkt að ríkið léti 3,5 millj­arða króna renna til hönn­un­ar og smíði nýs haf­rann­sókna­skips. Upphæðin mun dreifast á næstu þrjú ár. Nýja skipið kem­ur í stað rann­sókna­skips­ins Bjarna Sæ­munds­son­ar RE 100 sem smíðað var árið 1970 og þykir komið mjög til ára sinna. Haf­rann­sókna­stofn­un mun halda áfram að nota Árna Friðriks­son RE 200, sem er mun yngra skip, smíðað árið 2000 en mynd af honum fylgir hér með. Nýtt rann­sókna­skip á því að vera til­búið árið 2021.arnifr

Það ætti varla að þurfa að taka fram hve mikilvægar hafrannsóknir eru fyrir okkur Íslendinga sem höfum stóran hluta tekna okkar úr sjónum. Eftir mikla baráttu státum við Íslendingar nú af stórri lögsögu í kringum landið og svæði það sem við berum ábyrgð á líffræðilega er mun stærra. Hafrannsóknir eiga sér sögulega langa hefð hér við land þó að verulega hafi dregið úr fjárhagslegan stuðning við þær eftir bankahrunið. Það segir sig sjálft að það er gríðarlega mikilvægt að afla vísindalegrar þekkingar á hafsvæðunum í kringum Ísland og því lífríki sem þar þrífst. Ekki bara vegna fjárhagslegra hagsmuna heldur ekki síður til að efla vísindalega þekkingu á umhverfi okkar. Það er því fráleitt að hlusta á úrtöluraddir sem vilja tengja framlag til nýs hafrannsóknarskips við umræðu um veiðigjöld eða aðra skattheimtu af sjávarútvegi. Vistaskuld eru veiðitengdar rannsóknir mikilvægar og geta skilað gríðarlegum ávinningi og hagræðingu en þær eru oft á tíðum kostaðar af sjávarútveginum sjálfum eins og sést af togararallinu.

Rannsaka hafsvæði átta sinn­um stærra en Ísland

Haf­rann­sókna­stofn­un þarf á öfl­ugu skipi að halda enda er rann­sókn­ar­svæði stofn­un­ar­inn­ar hafsvæði sem er átta sinn­um stærra en Ísland. Verk­efni Hafró eru af ýms­um toga og mik­il­vægi vandaðra haf­rann­sókna fer vax­andi. „Kraf­an um góðar rann­sókn­ir hef­ur aldrei verið meiri, enda eru mikl­ar breyt­ing­ar að eiga sér stað í haf­inu. Af­leiðing­arn­ar sjá­um við t.d. í nýj­um stofn­um, eins og mak­ríln­um sem kom inn í ís­lenska lög­sögu á mjög góðum tíma, en hef­ur kallað á meiri mæl­ing­ar. Norsk-ís­lenska síld­in hef­ur líka sem bet­ur fer náð sér á strik, og kall­ar einnig á frek­ari mæl­ing­ar,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri hafrannsóknarstofnunar við Morgunblaðið.

Segja má að fyrsti vísir að hafrannsóknarskipi í eigu Íslendinga hafi verið varðskipið María Júlía sem tekið var í notkun 1950 en skipið var að nokkru búið til hafrannsókna. Upp úr miðjum sjötta áratugnum fékk fiskideild atvinnudeildar Háskóla Íslands (forveri Hafrannsóknarstofnunar) varðskipið Ægi til síldarleitar og almennra hafrannsókna. Árið 1965 fékk Hafrannsóknarstofnun botnvörpunginn Hafþór til fullra afnota en hann hafði verið leigður öðru hvoru áður til hafrannsókna. Fyrsta sérsmíðaða rannsóknarskip Íslendinga rs. Árni Friðriksson RE 100 kom til landsins 1967. Útgerðarmenn, sjómenn og síldarsaltendur kostuðu byggingu þess. Seint á árinu 1970 kom svo Bjarni Sæmundsson RE 30 til landsins. Þegar Árna Friðriks­son RE 200 kom til sögunnar tókst að stórefla djúphafs- og úthafsrannsóknir. Hvert og eitt rannsóknarskip hefur aukið umtalsvert við þekkingu okkar á lífríkinu í kringum landið og auðveldað landsmönnum að nýta það.


Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.