Sjálfekinn strætó í árekstri á fyrsta degi

Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles.
Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles.

Sjálfekinn strætisvagn sem prófa átti í umferðinni í Las Vegas í vikunni hafði ekki verið nema um tvær klukkustundir á vegunum er hann kom við sögu áreksturs.

Atvikið þykir vísbending um að tæknin að baki sjálfeknum bílum sé enn sem komið er ófullkomin.

Í aðdraganda reynsluakstursins hafði verið fjallað um smárútuna sem samgöngutæki framtíðarinnar. Hér er um að ræða fyrstu tilraun með sjálfekna strætisvagna í Bandaríkjunum með farþegum um borð.   

Í árekstrinum fékk vagninn á sig vörubíl og skemmdust báðir bílar lítillega. Farþega strætisvagnsins sakaði ekki.

Að sögn embættismanna skrifast óhappið algjörlega á ökumann vörubílsins. Þegar hann birtist á útleið úr hliðargötu nam strætisvagninn staðar, eins og vera bar. Bílstjóri flutningabílsins skeytti hins vegar engu um smárútuna og ók beint á hana. Var hann sektaður fyrir ákeyrsluna.
 
Smárútan getur borið allt að 15 farþega í einu og er bíllinn og búnaður hans þróaður af frönsku fyrirtæki að nafni Navya. Hámarkshraði rútunnar er 45 km/klst en algengur ferðhraði hans er öllu lægri eða um 25 km/klst.

Frá því aksturstilraunir með Navya Arma smárútuna hófust í Frakklandi seint á árinu 2015 hafa á annað hundrað þúsund manns ferðast með þessum litla strætisvagni. Eru nú 30 bílar af þessari gerð í þjónustu í umferðinni í sjö löndum víðs vegar um heim.

 

Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles.
Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles.
Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles.
Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles.
Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles.
Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles.
Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles. Þrjátíu sjálfeknir ...
Franska smárútan Navya í umferðinni í Los Angeles. Þrjátíu sjálfeknir dvergstrætisvagnar þessarar gerðar eru í notkun í sjö löndum.
mbl.is