Nýr Citroën Cactus frumsýndur

Tímamóta þægindi eru í nýjum Citroen C4 Cactus.
Tímamóta þægindi eru í nýjum Citroen C4 Cactus.

Brimborg frumsýnir nýjan Citroen C4 Cactus næstkomandi laugardag, 26, klukkan 12 til 16.

Frumsýningin verður annars vegar hjá Brimborg á Bíldshöfða og hins vegar að Tryggvabraut 5 á Akureyri.

Meðal breytinga frá fyrri kynslóð er ný fjöðrunartækni, svonefnd Progressive Hydraulic Cushions fjöðrun. Þá eru ný og þægilegri sæti í bílnum og „undurþýð“ sjálfskipting, eins og segir í tilkynningu.

Að sögn Brimborgar eru hið nýja fjöðrunarkerfi Citroën einstakt í bílaheiminum og bylting hvað mýkt og stöðugleika varðar. Nýr Citroën C4 Cactus er fyrstur Citroën bíla sem er búinn þessum tímamóta þægindum.

Á frumsýningunni stendur gestum til boða að prófa nýja bílinn og þiggja veitingar.

mbl.is