Formúlubíll afhjúpaður í HÍ

Marín Lilja telur góðar líkur á að bílinn taki þátt ...
Marín Lilja telur góðar líkur á að bílinn taki þátt í keppninni í Barcelona í ár. Mynd frá afhjúpun á formúlubíl Team Spark 2016. Ljósmynd/Team Spark

Næstkomandi fimmtudag mun „Formula Student“-lið Háskóla Íslands, Team Spark, afhjúpa nýjasta bíl sinn við athöfn á Háskólatorgi klukkan 17.

Marín Lilja Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Team Spark, segir verkefnið vera gríðarlega tímafrekt en liðið heldur með bílinn á verkfræðikeppni í Barcelona nú í sumar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag

„Við förum til Barcelona á Formula Student og keppum á formúlubrautinni þar,“ segir Marín en um 70 lið keppa í kepnninni í ár. Aðspurð hvort keppnin sé eins og hver önnur formúlukeppni segir Marín: „Nei. Við keppum í kappakstri en svo keppum við líka í hönnun og erum með hönnunarkynningar. Þetta er svona verkfræðikeppni.“