Formúlubíll afhjúpaður í HÍ

Marín Lilja telur góðar líkur á að bílinn taki þátt ...
Marín Lilja telur góðar líkur á að bílinn taki þátt í keppninni í Barcelona í ár. Mynd frá afhjúpun á formúlubíl Team Spark 2016. Ljósmynd/Team Spark

Næstkomandi fimmtudag mun „Formula Student“-lið Háskóla Íslands, Team Spark, afhjúpa nýjasta bíl sinn við athöfn á Háskólatorgi klukkan 17.

Marín Lilja Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Team Spark, segir verkefnið vera gríðarlega tímafrekt en liðið heldur með bílinn á verkfræðikeppni í Barcelona nú í sumar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag

„Við förum til Barcelona á Formula Student og keppum á formúlubrautinni þar,“ segir Marín en um 70 lið keppa í kepnninni í ár. Aðspurð hvort keppnin sé eins og hver önnur formúlukeppni segir Marín: „Nei. Við keppum í kappakstri en svo keppum við líka í hönnun og erum með hönnunarkynningar. Þetta er svona verkfræðikeppni.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »