Rafvæðingin mun taka toll

Tengiltvinnbíll á bílasýningunni í Essen í Þýskalandi 30. nóvember sl.
Tengiltvinnbíll á bílasýningunni í Essen í Þýskalandi 30. nóvember sl. AFP

Um það virðist ekki deilt, að rafbílavæðingin mun hafa talsverðar afleiðingar í bílaframleiðslu. Hún muni kosta mikið og bitna á atvinnustiginu í bílgreinum.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar  á vegum þýsku vinnumálastofnunarinnar (Institut für Arbeitsmarkt- und Berufsforschung - IBA) hefur leitt í ljós að fram til ársins 2035 muni stöðugildum fækka um 114.000, þar af 83.000 í bílsmíði og 47.000 í tengdum greinum.

Nýjar stöður við rafbílasmíði eru áætlaðar verða 16.000 og munu því duga skammt á móti áætlaðri fækkun stöðugilda. Er í útreikningum þessum miðað við að skerfur rafbíla í markaðinum verði orðinn 23% árið 2035.

mbl.is