Ferrari með forsögu fór á 2,7 milljarða

Einn af fjórum Ferrari 290MM kappakstursbílum sem smíðaðir voru árið 1956 var seldur á 22 milljónir dollara af uppboðsfyrirtækinu Sotheby's.

Bíl þessum var ekið í keppni af ekki ófrægari ökumönnum en goðsögnunum Sterling Moss og Juan Manuel Fangio. Honum var breytt úr 860 Monza módeli en í því fólst m.a. að stærri vél var sett í hann, eða 3,5 lítra V12-vél. Eftir breytinguna var hann fær til keppni við þá allra bestu. Vann Moss til að mynda tvenna sigra á bílnum á hraðavikunni 1957 á Bahamaeyjum.

Bíll þessi var um dagana í eigu fjölda einstaklinga en árið 1998 keypti hann einn af helstu framkvæmdastjórum Microsoft, Johns Shirley. Var hann endurbyggður og tókk eftir það þátt í ýmsum mótum og aksturshátíðum í Bandaríkjunum.  

Með sölunni að jafnvirði 2,7 milljarða króna, er Ferrari 290MM bíllinn kominn í hóp með allra dýrustu bíla sögunnar.

mbl.is