Rafknúið hlaupahjól heillar

Kúnstir sýndar á hinu rafdrifna fjallahjóli Harley-Davidson í Aspen. Hjólið ...
Kúnstir sýndar á hinu rafdrifna fjallahjóli Harley-Davidson í Aspen. Hjólið er enn á hugmyndastigi.

Þó það hafi kannski fallið í skuggann af öðrum sýningargripum þá vakti nýtt hugmyndahjól  bandaríska mótorhjólasmiðsins Harley-Davidson athygli á neytendatækjasýningunni CES í Las Vegas í byrjun ársins.

Hjá Harley-Davidson er sköpunargáfan enn rík þrátt fyrir háan aldur fyrirtækisins. Hann er við það að senda á markað fyrsta rafknúna mótorhjólið sitt, Live Wire að nafni.

Einnig tefldi Harley fram tveimur fákum á þróunarstigi; rafdrifnu fjallareiðhjóli og hlaupahjóli með sæti. Er það farartæki einnig  hreinræktað rafhjól. Þótti sýningargestum það jafnvel áhugaverðara en rafknúna mótorhjólið.

Hlaupahjól Harley-Davidson eins og það birtist fágað og stílhreint í ...
Hlaupahjól Harley-Davidson eins og það birtist fágað og stílhreint í Las Vegas í nýliðnum janúar.


Hugmyndahjólin vöktu athygli og síðan fengu gestir í fjallabænum Aspen í Coloradoríki í síðustu viku að spreyta sig á þeim á svonefndum X-leikjum. Skemmtilegt virðist að þeysa um á þeim og stórgerð farartækin  stinga ekki bara í stúf heldur skilja sig frá hundruð annarra hjólategunda á útlitinu einu saman. Haldi Harley-Davidson þróun þeirra áfram og framleiði gæti nafnið eitt dugað til að þau skæru sér væna sneið af markaðinum.
 

Útgáfa hlaupahjóls Harley-Davidson sem birtist í Aspen í síðustu viku.
Útgáfa hlaupahjóls Harley-Davidson sem birtist í Aspen í síðustu viku.


Hlaupahjólið virðist ávísun á æsandi upplifun. Það minnir á frumgerðir reiðhjóla með litla rafmótora sem hjálparvél. Öllu fágaðra er það þó með svo sterkt og álitsgott fyrirtæki á bak við sig.  Verið getur að verðið eigi þó eftir að sitja í áhugasömum. Er verðmiðinn á LiveWire rafmótorhjólinu tæplega 30.000 dollarar. Rafhlaupahjólið kemur þó eflaust til að verða mun viðráðanlegra í verði. Og aðgengilegra en rafknúið mótorhjól. Aðdráttaraflið vantar ekki né stílinn og vafalaust er útreiðartúr heilmikil upplifun.

mbl.is