Hægja á smíði VW Golf

Eftirspurn eftir Golf er á undanhaldi, segir VW.
Eftirspurn eftir Golf er á undanhaldi, segir VW.

Volkswagen hefur ekki átt í vandræðum með að selja módelið Golf sem verið hefur meðal allra vinsælustu fólksbíla undanfarna áratugi.

Nú er eins og það sé að breytast því Volkswagen hefur hægt á Golf-smíðinni í aðalbílasmiðju sinni í Wolfsburg í Þýskalandi. Ástæðan er sögð: „slök eftirspurn“. Öðruvísi oss áður brá.

Fækkað verður um eina vakt af þremur og þar með dregið úr afköstum bílsmiðjunnar sem starfað hefur allan sólarhringinn. Munu um 540 bílar renna af færiböndunum á dag hér eftir. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: