Hafa smíðað 5.000.000 vélar

Stórum áfanga fagnað í mótorsmiðju BMW í Hams Hall.
Stórum áfanga fagnað í mótorsmiðju BMW í Hams Hall.

Sjálfsagt þykir bæði í starfi og leik að halda upp á tímamót af hvaða tagi sem er. Það gerðu til dæmis starfsmenn vélasmiðju BMW í Hams Hall í Englandi.

Tilefnið var að nú um mánaðarmótin setti vélsmiðjan saman sína fimm milljónustu vél á rúmlega 18 árum.  

Vélar frá Hams Hall við borgina Birmingham í Miðlöndum Englands hafa verið hjarta BMW og Mini bíla.  Hafa þær hlotið margskonar viðurkenningar fyrir ágæti sitt. Um er að ræða þriggja og fjkögurra strokka bensínvélar.

Rúmlega 375.000 vélar voru framleiddar í vélasmiðjunni í fyrra, sem mun vera 13% allrar vélasmíði í Bretlandi.

mbl.is