Raf-Golf rýkur út

E-Golf rýkur út hjá Heklu.
E-Golf rýkur út hjá Heklu.

Hekla hefur selt 732 vistvænar bifreiðar á árinu og er með samtals 37,14% hlutdeild í þeim sívaxandi geira  bílamarkaðarins.

„Til að bæta um betur er vinsælasta vistvæna bíl landsins svo að finna í röðum Heklu,“ segir í tilkynningu. Þar er um að ræða Mitsubishi Outlander tengiltvinnbíllinn sem eykur enn forystu sína sem mest seldi tengiltvinnbíll ársins 2019. Hafa verið nýskráðir 372 slíkir fyrstu 10 mánuðina, sem er 36,5% markaðshlutdeild.

Í heildina voru 111 rafbílar nýskráðir í októbermánuði hjá Heklu, þar af 52 eintök af Volkswagen e-Golf sem þýðir að 47% af öllum nýskráðum rafbílum í mánuðinum voru e-Golf.

„Það er óhætt að segja að íslenskir bifreiðaeigendur fylgist vel með úrvalinu hjá Heklu, ekki síst þegar kemur að vistvænum bílum. Við höfum verið þar í fararbroddi um árabil og þekkjum þennan markað betur en flestir. Góð sala Mitsubishi Outlander PHEV heldur svo áfram, sem er gleðiefni og Volkswagen e-Golf slær í gegn,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu í tilkynningunni.

„Meðal annarra gleðilegra frétta fyrir Heklu má nefna að fyrirtækið nær 2. sætinu á markaði einstaklinga og fyrirtækja á árinu með 18,6% hlutdeild og bætir við sig frá fyrri mánuði. Volkswagen atvinnubílar eru í 3. sæti í nýskráningum sendibíla í mánuðinum með 16,5% hlutdeild, en leiða enn heildarmarkaðsendibíla það sem af er ári með 18% hlutdeild“.

E-Golf rýkur út hjá Heklu.
E-Golf rýkur út hjá Heklu.
Mitsubishi Outlander er söluhæsti bíllinn hjá Heklu það sem af …
Mitsubishi Outlander er söluhæsti bíllinn hjá Heklu það sem af er ári.
mbl.is